25.12.2016 14:24

Jólagjöfin

 

Fórum út á Selnes í gær,aðfangadag, og litum á hrossin um leið og við gáfum þeim rúllur til að narta í um jólin smiley

Fínt stand á þeim öllum, norðan fræsingur en úrkomulaust. Einhver beit er enn á svæðinu svo ekki væsir um þau

á nesinu.  Jóla kveðjur til allra er líta hér inn og megi lukka og gleði umlykkja ykkur á nýju ári laugh Nýjar myndir í albúmi

06.11.2016 17:23

Dagfarasynir

               Blysfari                                                      Eldfari

Komum við í Torfgarði, í gær, þar sem þeir Blysfari og Eldfari hafa veið undanfarna mánuði.

Gátum ekki betur séð en það færi vel um þá félaga þarna í miklum hópi graðfola sem

þarna eru vistaðir. Nógur hagi er á svæðinu og væsir því ekkert um þá félaga þarna

vonum að þeir fái að vera þarna einthvað áfram eða að minnstakosti fram í fyrstu snjóa.

Myndir í albúmi

 
 
 
 

04.11.2016 23:51

Rekinn

 

Hér á árum áður þótti Selnesið vera mikil hlunnindarjörð og var eitt af helstu hlunnindunum rekinn eða rekaviðurinn. Timbrið sem rak og er enn að reka í fjörurnar er að koma að mestu leiti frá Rúslandi og hefur verið frá þremur og allt að sjö árum á leiðinni yfir hafið.

Hér áður fyrr var trimbrinu fleytt niður Rúsnesku fljótin í manngerðar stíflur en þar var timbrið tekið á land og komið í sögunarmyllur. Í mikklum leysingum áttu stíflurnar til að bresta og timbrið endaði út í sjó og fór að reka um höfin. Er slíkar fréttir bárust til lands íss og elda neru rekabændur saman lófum brostu út í annað enda góð von um búbót að ca fjórum árum liðnum.Nú til dags nota Rússar stórvikar vinnuvélar til að fella og flytja timbrið sem þeir fella og því mikklu minna um reka,nú eru það mest tré sem hrynja af bökkum fljótanna sem eru að koma hingað yfir.

En það er alltaf jafn gaman að ganga fjörurnar og skoða það sem á land hefur borist. En það verður að segjast eins og er að manni blöskrar nú hvað kemur mikið á land af þessum gerfi efnum, sérstaklega af þessu nælongarni,í hvaða líki sem það er og svo er það plastið.

En eitt er víst að rekaviðurinn er mikklu sterkara girðingaefni heldur en, nokkurntíman, innfluttu girðingastaurarnir og er þá sama hvort um rifna staura eða heila horn- eða hliðstaura er að ræða, bara mikklu mikklu betri og sterkara :)

Myndir í albúmi.

 
 

27.10.2016 20:10

Selnes

 

Fórum og litum á hrossin um síðustu helgi. Veðrið alveg magnað miðað við árstíma,7° hiti og skúraði annað slagið.

Gegum um hólfið til að ath með beit og var nóg af henni, þurfum að öllum líkindum ekki að opna inn á túnin fyrr en

eftir fyrstu viku nóvembermánaðar. Allavegana ekki fyrr ef tíðarfarið helst svona.

Þá gengum við og á fjörurnar til að ath með reka og ná í nokkra hlið- og hornstaura, mikill lúxus að hafa aðgang að reka og

geta notað hann í girðingar eftir þörfum, mun sterkara efni en það er kemur út úr búðunum.

Enn er nokkuð um reka og kemur í raun á óvart hvað hann er  mikill miðað við nútíma græur við að flytja hann á milli staða

þarna úti, hélt þeir væru nú hættir að fleyta staurunum eftir fljótunum í því magni sem var gert hér á árum áður.

Nýjar myndir í myndaalbúmi :)

 

  • 1

Vafraðu um

Nafn:

Daníel Helgason

Farsími:

8667447

Staðsetning:

Sauðárkrókur
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 17
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 311936
Samtals gestir: 53905
Tölur uppfærðar: 20.1.2017 22:06:43